Skrifað undir samning vegna kaupa á nýjum léttbáti

Báturinn verður afhentur um mánaðamótin.

  • IMG_5775

7.11.2018
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri bátasmiðjunnar Rafnar, skrifuðu á dögunum undir samning um kaup á nýjum léttbáti fyrir varðskipið Tý. Léttbáturinn verður afhentur Landhelgisgæslunni í lok mánaðarins.

Smíði bátsins miðar vel og er gert ráð fyrir því að hann verður afhentur Landhelgisgæslunni í lok mánaðarins. Bátasmiðjan Rafnar sér um smíði léttbátsins en hönnun hans er unnin í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Skrokklagið byggir á varðbátnum Óðni en hönnunin hefur það að leiðarljósi að bæta starfsskilyrði áhafna.

Árið 2017 auglýsti Ríkiskaup útboð vegna kaupa á léttabát fyrir varðskipið Tý. Ýmsir bátaframleiðendur tóku þátt í útboðinu. Þegar búið var að fara yfir öll tilboð sem bárust m.t.t. kostnaðar og þeirra skilyrða sem sett voru um eiginleika, sjóhæfni, tækjakost um borð o.s.frv. þótti tilboð Rafnar ehf. í 8,5 metra léttabát hagstæðast og mæta þeim skilyrðum best sem sett voru. Úr varð að gengið var til samninga við Rafnar ehf. um smíði á slíkum bát.

IMG_5782Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars. 
Capture_1541599718347Léttbáturinn sem um ræðir.