Slasaður skipverji sóttur með þyrlu

Áhöfnin á TF-GNA sótti manninn.

  • Hurdopnud-sigmadurfernidur_Moment

21.10.2018 Kl: 17:00

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipstjóra flutningaskips sem statt var 60 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum vegna slasaðs skipverja um borð. Eftir samráð við þyrlulækni og flugstjóra var ákveðið að skipið kæmi nær landi og í birtingu yrði maðurinn sóttur með þyrlu. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík um klukkan tíu í morgun og klukkustund síðar var þyrlan komin að skipinu. Ákveðið var að hífa skipverjann um borð í þyrluna frá brúarvæng skipsins og héldu sigmaður og læknir niður í flutningaskipið til að hlúa að manninum. Hífingin gekk vel og var hinn slasaði fluttur á Landspítalann í Fossvogi en þar lenti þyrlan klukkan 12:48.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður, seig niður í flutningaskipið.

Slasaður skipverji sóttur