Slökkvistörf æfð úr lofti

Áhöfnin á TF-LIF æfði slökkvistörf með slökkviskjólu.

  • IMG_1897

27.6.2019 Kl: 20:03

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega slökkvistörf úr lofti með svokallaðri slökkviskjólu. Áhöfnin á TF-LIF hélt á slíka æfingu í dag við fisflugvöllinn á Hólmsheiði. Alls var fötunni sleppt átta sinnum en hún getur rúmað um 2000 lítra af vatni, sem var sótt í Langavatn að þessu sinni. Landhelgisgæslan fékk skjóluna fyrir rétt rúmum tólf árum, í kjölfar eldanna á Mýrum árið 2006. Skjólan er þó komin til ára sinna en þrátt fyrir það stóð hún fyrir sínu á æfingunni í dag sem heppnaðist afar vel. Vilbergur Flóvent Sverrisson sendi Landhelgisgæslunni nokkur myndskeið af æfingunni og gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni.

TF-LIF og slökkviskjólan

IMG_1896Landhelgisgæslan hefur haft slökkviskjóluna til umráða í tólf ár.