Sprengjusveitin hafði í nógu að snúast

Fjölmörg verkefni á borði sveitarinnar

  • Aefing-januar_1549284378621

1.2.2019 Kl: 14:53

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast í janúarmánuði. Um miðjan mánuðinn fékk sveitin tilkynningu frá stjórnstöð um að torkennilegur hlutur hafi fundist í íbúðarhúsi á Ísafirði. Sveitin hélt rakleiðis vestur á Ísafjörð og greindi hlutinn. Eftir ítarlega greiningu og röntgenmyndir var það mat sprengjusérfræðinga að um meinlausa riffilhandsprengju sem notuð var til æfinga hafi verið að ræða. Hún var sett í járnkassa og var að lokum eytt við gamla þjóðveginn í Óshlíð.

0104m1Meinlausa riffilhandsprengjan á Ísafirði.

Í upphafi mánaðarins fór sveitin í Fagradal þar sem torkennilegt dufl fannst í fjörunni. Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að duflið væri ekki skaðlegt og var að lokum fargað.

20190103_121723Duflið í Fagradal.20190102_135340

Þá héldu liðsmenn sveitarinnar námskeið fyrir aðra starfsmenn og einnig fóru 7 köfunaræfingar fram auk margvíslegra annarra æfinga.

Aefing-januarFrá æfingu sprengjusveitarinnar.