Stórstreymi og norðan óveður

Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.

  • Vedur-olduspa

14.11.2024 Kl: 13:40

Nú er stækkandi straumur og verður stórstreymt næstkomandi sunnudag. Samhliða gera veðurspár ráð fyrir að á morgun, föstudag, snúist vindur í norðan og norðvestan hvassviðri eða storm og má því gera ráð fyrir talsverði ölduhæð fyrir norðan- og norðaustanverðu landinu næstu daga með tilheyrandi áhlaðanda, og þá um leið hærri sjávarstöðu en sjávarfallaspár gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.

Vedur-olduspa

Ölduspákort sem gildir kl 0600 laugardaginn 16. nóvember 2024 (www.sjolag.is).