Strandveiðitímabilið hafið

Í nógu að snúast í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

  • 6L8A8126

2.5.2022 Kl: 14:22

Í nógu hefur verið að snúast í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag þar sem strandveiðitímabilið hófst formlega á miðnætti. Fjölmörg skip og bátar eru í kerfum stjórnstöðvarinnar og þegar mest var voru ríflega 500 sjóför í ferilvöktun.

Við upphaf tímabilsins er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð gáfu út. Á gátlistanum er að finna það helsta sem mikilvægt er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda. 

Gátlistann má nálgast hér að neðan og hægt er að fylla hann út rafrænt eða prenta hann út og hafa til taks. Sjómenn eru hvattir til að fara vandlega yfir listann og auka þar með öryggi sitt og líkur á ánægjulegri sjóferð.

 
Stjornstod-LHG1_1600695887475

Gátlisti