Surtseyjarfarar sóttir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði vísindamenn við að flytja búnað og mannskap úr Surtsey á dögunum.

  • IMG_4304-2-

9.8.2023 Kl: 11:18

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði vísindamenn við að flytja búnað og mannskap úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni.

Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Ljósmyndarinn Addi í London tók meðfylgjandi myndir þegar verið var að ferja Surtseyjarfara og búnað frá eyjunni.

IMG_4479-2-Hópurinn og þyrla Landhelgisgæslunnar í bakgrunni. 

IMG_4294-2-Gísli Valur Arnarson, stýrimaður, heldur á búnaði um borð í þyrluna. 

IMG_4301-3-Hópurinn hafði töluverðan búnað meðferðis. 

IMG_4315-2-Þyrla Landhelgisgæslunnar. 

IMG_4429Hluti hópsins.