Sýnatökubúnaður afhentur áhöfn Þórs

Haldið var námskeið um borð fyrir áhöfnina og starfsmenn aðgerðasviðs.

  • IMG_6727_1635500164503

29.10.2021 Kl: 9:33

Á dögunum komu starfsmenn Umhverfisstofnunar um borð í varðskipið Þór færandi hendi. Í farteskinu höfðu þau tösku með búnaði til að taka sýni úr olíuflekk í sjó. Tilgangur með sýnatöku er að tengja saman hugsanlegan mengunarvald við olíuflekkinn. Haldið var námskeið um borð fyrir áhöfnina og starfsmenn aðgerðasviðs, þar sem farið var yfir verklag um framkvæma sýnatöku.

Til stendur að halda annað námskeið fyrir áhöfn Freyju og þar með trygg að áhafnir beggja skipa geti framkvæmt slíkar sýnatökur.

Mikil ánægja var með náskeiðið og þökkum við starfsfólki Umhverfisstofnunar kærlega fyrir samstarfið.

IMG_6715Helgi Jensson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hélt fyrirlestur um notkun búnaðarins.

IMG_6724