Taug komin á milli Árna og Baldurs

Varðskipið Þór verður komið á svæðið um klukkan 22 í kvöld.

  • Image00006_1615498297719

11.3.2021 Kl: 21:10

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er nú komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og mun hafa ferjuna í togi þar til hafnsögubátur Faxaflóahafna tekur við drættinum í nótt. Varðskipið Þór kemur á svæðið um klukkan 22 í kvöld og verður til taks ef á þarf að halda. Þá hefur Björgin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar jafnframt verið til halds og trausts á svæðinu. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið í viðbragðsstöðu á Stykkishólmi í dag og bauðst til að ferja farþega Baldurs í land nú undir kvöld en allir kusa að halda kyrru fyrir í ferjunni. Gert er ráð fyrir að hafnsögubáturinn dragi Baldur til hafnar á Stykkishólmi þegar veður skánar og verður Baldur færður til hafnar þegar aðstæður eru metnar öruggar. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur aftur til Reykjavíkur en áhöfnin á Þór verður á svæðinu þar til Baldur er kominn til hafnar.

Árni með Baldur í togi