Tekið á því um borð í Tý
Áhöfnin tekur á því kvölds og morgna.
Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa alltaf að vera til taks. Það er því mikilvægt að huga vel að að andlegri og líkamlegri heilsu. Áhöfnin á Tý er þar engin undantekning og stundar æfingar af miklu kappi á ferð sinni umhverfis landið. Að þessu sinni er áhöfnin svo heppin að með í för er Gígja Vilhjálmsdóttir, þjálfari, sem sér til þess að vel sé tekið á því, kvölds og morgna.
Varðskipið Týr sinnir eftirliti á hafinu þessa dagana. Það stoppar áhöfnina ekki í að halda sér í formi. MYND: Guðmundur St. Valdimarsson.
Gígja Vilhjálmsdóttir, þjálfari, er í áhöfn varðskipsins og stjórnar æfingum um borð. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.