TF-EIR komin til landsins

Hraðfleygari, öflugri og langdrægari en fyrri þyrlur.

  • IMG_4282

TF-EIR, ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins síðdegis í dag. Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Seinni leiguþyrlan kemur til landsins á næstu vikum en hún ber einkennisstafina TF-GRO. Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýju leiguþyrlurnar vera örlítið þyngri, tæknilegri, stærri, langdrægari, hraðfleygari og öflugri en þær þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur notað undanfarin ár. Norðmennirnir Steinar Haugen og Frode Moi flugu með TF-EIR frá Noregi ásamt Sig­ur­jóni Sig­ur­geirs­syni, yfirflugvirkja hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Meðfylgjandi myndir tók Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður, á Reykjavíkurflugvelli í dag.

IMG_4261TF-EIR lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag.

IMG_4251Vélin er hraðfleygari, öflugri og langdrægari en fyrri þyrlur. 

IMG_4295Norðmennirnir Steinar Haugen og Frode Moi flugu með TF-EIR frá Noregi ásamt Sig­ur­jóni Sig­ur­geirs­syni, yfirflugvirkja hjá Land­helg­is­gæsl­unni.

IMG_4305_1552765741468Sigurður Heiðar Wiium og Björn Brekkan, flugstjórar, bera saman bækur.