TF-GNÁ sækir veikan skipverja

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í kvöld beiðni um þyrlu vegna veiks skipverja um borð í skipi sem statt var á Vestfjarðamiðum.

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og siglir skipið nú til móts við þyrluna. Er áætlað að þyrlan verði komin að skipinu rúmlega ellefu í kvöld og mun hún flytja skipverjann á sjúkrahús.