Áhöfnin á TF-GRO flaug með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Vestfjarða í dag.
6.4.2020 Kl: 15:46
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug á þriðja tímanum með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar. Þyrlan flutti jafnframt veirupinna og grímur auk þess sem áhöfnin sótti möguleg COVID-19 sýni sem fara í greiningu í Reykjavík.
Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan tvö og lenti rúmri klukkustund síðar á flugvellinum á Ísafirði.
Meðfylgandi myndband var tekið fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli.
TF-GRO flýgur með bakverði á Vestfirði
Bakverðirnir fara um borð. Mynd: Árni Sæberg.
Bakverðirnir koma í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Mynd: Árni Sæberg.
Helgi Rafnsson, flugvirki, undirbýr bakverðina fyrir brottför í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Mynd: Árni Sæberg.
Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, fyrir brottför. Mynd: Árni Sæberg.
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, á Reykjavíkurflugvelli í gær. Mynd: Árni Sæberg.
Helgi Rafnsson, flugvirki, gerir TF-GRO tilbúna fyrir brottför. Mynd: Árni Sæberg.
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd: Árni Sæberg.
Töskum komið fyrir í TF-GRO og farþegar fara um borð. Mynd: LHG
Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri, fer um borð í TF-GRO. Mynd: LHG
10 bakverðir fóru með TF-GRO á Vestfirði. Mynd: LHG
TF-GRO á Reykjavíkurflugvelli í dag. Mynd: LHG