TF-GRO kölluð út vegna flugvélar sem hlekktist á

TF-GRO flutti fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvang sem og lögreglumenn frá Stykkishólmi. Tvö útköll í dag.

  • TF-GRO-Svefneyjar

15.8.2019 Kl: 21:49

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í flugtaki í Svefneyjum síðdegis í dag. Tveir voru um borð. Þeir komust sjálfir út úr vélinni og sluppu óslasaðir.

TF-GRO flutti fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvang sem og lögreglumenn frá Stykkishólmi. Flugmaður og farþegi vélarinnar voru fluttir til Reykjavíkur með þyrlunni. 

Þetta var annað útkall þyrlusveitarinnar í dag en laust fyrir klukkan tíu í morgun var óskað eftir þyrlu vegna veikinda á Hornströndum. TF-GRO lenti ofan við neyðarskýlið í Hlöðuvík og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur.

Hloduvik2Hlöðuvík í dag.
Svefneyjar-TF-GROTF-GRO í Svefneyjum.