Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Hannes Hafstein, frá Sandgerði, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út
26.10.2018 Kl: 09:00
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Hannes Hafstein,
frá Sandgerði, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar
voru kallaðar út í gær eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst
neyðarkall frá Valþóri GK-123 sem varð vélarvana um 1 sjómílu norður af Garðskaga. 5 voru um borð og tókst þeim að stöðva rek bátsins með því að setja út akkeri. Þyrla Landhelgisgsælunnar var til staðar þangað til ástandið var tryggt. Valþór var að lokum dreginn til hafnar.
Meðfylgjandi myndband sýnir Valþór við Garðskaga.
Björgunarskipið Hannes Hafstein á siglingu.