TF-LIF leitar úr lofti í Sölvadal

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var nú á tólfta tímanum send til leitar í Sölvadal.

  • TF-LIF-leitar

13.12.2019 Kl: 11:36

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var nú á tólfta tímanum send til leitar í Sölvadal. Þyrlan tók á loft frá Akureyrarflugvelli klukkan 11:16. Fjögurra manna áhöfn er um borð sem og björgunarsveitarmaður á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áhöfn þyrlunnar kannar sömuleiðis aðstæður á svæðinu úr lofti ásamt því að taka þátt í leitinni. TF-LIF hefur verið til taks á Akureyri undanfarinn sólarhring.

Meðfylgjandi mynd er af TF-LIF í flugskýli á Akureyrarflugvelli í morgun.