TF-LIF sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara

  • LIF1_HIFR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú í morgun beiðni frá rússneskum togara sem var á veiðum í grænlenskri lögsögu um aðstoð þyrlu vegna veiks skipverja. Metið var nauðsynlegt af lækni að sækja manninn og var því ákveðið að skipið sigldi nær landi og þyrla Landhelgisgæslunnar tæki svo á móti því um 150 sjómílur vestur af Reykjanesi.

Áætlað er að TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar verði hjá skipinu um klukkan 15.00. Mun þyrlan flytja skipverjann á sjúkrahús í Reykjavík.