TF-LIF sótti veikan skipverja

Einungis leið um klukkustund frá því ósk um aðstoð barst og þar til skipverjinn var kominn um borð í þyrluna.

  • Sogulegt-sjukraflut-TYR-TF-LIF

23.4.2019 Kl: 16:00

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöld beiðni um aðstoð frá fiskiskipi vegna alvarlegra veikinda um borð. Skipið var þá á veiðum um 31 sjómílu suður af Reykjanestá. 

Ósk um aðstoð barst Landhelgisgæslunni laust fyrir átta í gærkvöldi og var skipverjinn kominn um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgælunnar, einungis klukkustund síðar. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 21:24 og þaðan var sjúklingurinn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.