TF-SIF annaðist sjúkraflug í Gautaborgar
Vélin flaug frá Akureyri til Gautaborgar
9.9.2023 Kl: 15:21
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út síðdegis í gær til að annast sjúkraflutning frá Akureyri til Gautaborgar vegna líffæraskipta.Með í för var einnig bráðatæknir frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
TF-SIF flaug fyrst frá Reykjavík til Akureyrar þar sem sjúklingurinn var sóttur og beint í kjölfarið var flogið til Gautaborgar þar sem vélin lenti um miðnætti.

