TF-SIF í sjúkraflug til Árósa

Flugvél Landhelgisgæslunnar hélt í vikunni í sjúkraflug til Árósa.

  • Tf-sif-i-arosum-betri-gaedi


5.7.2018 Kl 14:00

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Landspítalanum þar sem óskað var eftir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, myndi annast flug með sjúkling sem þurfti að komast með hraði til Árósa vegna alvarlegra veikinda. TF-SIF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á þriðjudag áleiðis til Danmerkur. Í fluginu voru auk sjúklings, læknir, hjúkrunarfræðingur og tveir aðstandendur. Flugið til Árósa tók fjóra og hálfan tíma og gekk vel. TF-SIF er útbúin til sjúkraflutninga en í henni er gott rými og góð vinnuaðstaða til að sinna sjúklingum í flugi. Í áhöfn Landhelgisgæslunnar voru tveir flugmenn, tveir skipstjórnarmenn og flugvirki. Vegna lengdar flugsins gisti áhöfnin á TF-SIF í Árósum og kom heim síðdegis í gær.

Tf-sif-i-arosum-betri-gaediTF-SIF á flugvellinum í Árósum.