TF-SIF kölluð fyrr heim til landsins vegna leiðtogafundar

15. maí, 2023

Til stendur að vélin sinni eftirliti á hafsvæðinu umhverfis Ísland næstu daga auk þess að vera til taks hér á landi.

12.5.2023 Kl: 10:48

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð fyrr til landsins úr
verkefnum sínum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, vegna leiðtogafundarins
í næstu viku. Vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu.

Til stóð að vélin kæmi til landsins undir lok næstu
viku en vélin hefur verið við landamæragæslu við Miðjarðarhaf síðan í febrúar.

Gert er ráð fyrir að vélin sinni eftirliti á hafsvæðinu
umhverfis Ísland næstu daga auk þess að vera til taks fyrir lögregluna meðan á fundinum stendur.