TF-SIF komið í skjól þegar Etna rankaði við sér

Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu.

  • 151314635_471552797197921_1332723515403423688_n

16.2.2021 Kl: 18:00

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna minnti enn einu sinni á sig og byrjaði að gjósa. Töluvert öskufall fylgdi gosinu og því þótti brýnt að koma vélinni fyrir í flugskýli á flugvellinum í Catania. Etna er virkasta eldfjall Evrópu og gýs reglulega.

 Áhöfnin á TF-SIF sinnir landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu, um þessar mundir og áhöfnin var nýlent á Sikiley eftir eftirlitsflug þegar Etna rankaði við sér. 

Myndirnar af TF-SIF með Etnu í bakgrunni eru tilkomumiklar eins og sjá má.

150911074_782002692411715_2967821882852282646_nTF-SIF á flugvellinum á Catania. 
150215307_327531758676832_6966791523105431767_nFlugvélin komin í flugskýlið á flugvellinum.
149765011_794716261124570_1274972365277851866_nAska á flugvélinni.
150469719_143980334221117_5975891525373704886_n