TF-SIF tók þátt í loftrýmisgæsluæfingu

Flugvélin æfði með tveimur kanadískum Hornet-þotum

Flugsveit frá kanadíska hernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér við land um þessar mundir. Í nýliðinni viku tók TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, þátt í æfingu á sviði loftrýmisgæslu (e. interception exercise) með tveimur kanadískum CF-188 Hornet-þotum. Flugmaður annarrar þotunnar tók þessar glæsilegu myndir sem fylgja þessari frétt. 

RP09-2017-0025-013--Large-

RP09-2017-0025-011--Large-
Mynd: Kanadíski herinn / Corp. Gary Calvé

Frá sjónarhóli þeirra sem voru um borð í TF-SIF blöstu svo tvær Hornet-þotur við. 

IMG_8680-2

Landhelgisgæslan annast daglega framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna hér á landi. Þau felast annars vegar í daglegum rekstri varnar- öryggis- og upplýsingakerfa NATO, rekstri öryggissvæða- og  mannvirkja og samskiptum við stofnanir Atlantshafsbandalagsins, aðildarþjóðirnar og Norðurlandaþjóðirnar og hinsvegar samskipti við þá aðila hér á landi sem að þessum verkefnum koma.