TF-SYN fengin til aðstoðar vegna grjótskriðu sem féll úr Fagraskógarfjalli
Flogið var yfir svæðið og umfang skriðunnar metið.
7.7.2018 Kl: 21:30
Á þriðja tímanum í dag hélt TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, áleiðis til Siglufjarðar þar sem ráðgert var að áhöfn hennar tæki þátt í hátíðarhöldum á Siglufirði. Þegar þyrlan hafði nýlega tekið á loft frá Reykjavík var óskað eftir aðstoð hennar vegna grjótskriðu sem féll í úr Fagraskógarfjalli í nótt. Áhöfn þyrlunnar aðstoðaði lögreglu og jarðvísindamenn á svæðinu en flogið var yfir svæðið og umfang skriðunnar metið. Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli við Hítardal í morgun er að öllum líkindum ein sú stærsta sem hefur fallið frá landnámi.
TF-SYN hélt svo aftur til Reykjavíkur síðdegis.
Séð upp í Fagraskógarfjall þar sem skriðan féll.
Skriðan til austurs