TF-SYN leitar að manni í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú fyrir stuttu beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna manns sem kominn er í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli og kemst ekki leiðar sinnar. Björgunarsveitir á staðnum hafa verið í sambandi við manninn en ekki hefur tekist að finna hann á þeim stað er hann telur sig vera á. Því hefur verið ákveðið að senda þyrlu til leitar en veður á vettvangi er ágætt og skyggni nokkuð gott.
TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú að leggja af stað frá flugvelli Landhelgisgæslunnar og mun halda beint á vettvang til leitar.