TF-SYN sótti slasaða konu í Fljótavík

Vegna veðurs og slæms sjólags var ákveðið að senda þyrlu til að sækja konuna.

9.7.2018 Kl: 15:40

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna slasaðrar konu í Fljótavík. Vegna veðurs og slæms sjólags var ákveðið að senda þyrlu til að sækja konuna.
Björgunarskip frá Ísafirði, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var sömuleiðis kallað út. Þyrlan flutti konuna á Landspítalann í Fossvogi.