Þór dró flutningaskip til hafnar í Reykjavík

25. október, 2022

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið EF AVA til Reykjavíkur um klukkan 9 í morgun.

25.10.2022 Kl: 13:38

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið EF AVA til Reykjavíkur um klukkan 9 í morgun. Dráttarbátar Faxaflóahafna drógu skipið síðasta spölinn til hafnar.

Flutningaskipið varð vélarvana í kjölfar sprengingar í vélarúmi þess á öðrum tímanum í gær. Varðskipið Þór var komið að skipinu um kvöldmatarleytið í gær og áhöfn Þórs skaut taug á milli skipanna og tók flutningaskipið í tog að því búnu.Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig aðgerðir fóru fram um borð í varðskipinu.

Myndir: Sævar Már Magnússon og Árni Sæberg.

Þór tekur flutningaskip í tog