Þór fluttur með Freyju

Björgunarskipið Þór öðlast nýtt líf á Vestfjörðum.

  • Thor-hifdur-Freyja

16.12.2024 Kl: 15:07

Gamli Þór, björgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, var flutt með varðskipinu Freyju frá Vestmannaeyjum vestur á firði þar sem skipið kemur til með að öðlast nýtt líf í þjónustu björgunarsveitarinnar Kofra á Súðavík. Þór var hífður um borð í Freyju við Binnabryggju í Eyjum og haldið með skipið á Ísafjörð. Vel fór um björgunarskipið við bakborðs lunningu á aðalþilfari varðskipsins.

Þegar komið var til Ísafjarðar tók björgunarsveitarfólk á vegum Kofra við skipinu sem híft var frá Freyju með gámalyftara og sjósett í framhaldinu. Vel gekk að koma Þór frá borði. Nýir eigendur sigldu Þór frá Ísafirði til Súðavíkur þar sem hann verður til taks.

Thor-flutt-med-FreyjuÞór um borð í Freyju. 

Thor-og-Freyja-3Búið að sjósetja Þór.