Þór í fyrsta sinn við bryggju í Kópavogi
Skipið lagðist þar að bryggju eftir vel heppnaðar framkvæmdir á flaki El Grillo
18.5.2020 Kl: 17:05
Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Kópavogi í morgun eftir vel heppnaðar framkvæmdir séraðgerðasveitar og áhafnarinnar á Þór á flaki El Grillo í Seyðisfirði. Búnaði, sem notaður var við steypuvinnuna, var komið í land auk þess sem liðsmenn séraðgerðasveitar fóru frá borði.
Eftir því sem næst verður komist var þetta í fyrsta sinn sem Þór leggst að bryggju í Kópavogi.
Þegar búið var að losa búnað og mannskap frá borði hélt skipið aftur til eftirlits- og löggæslustarfa á hafinu.
Þór við bryggju í Kópavogi.Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasveitar.Töluverður búnaður var með í för.Pramminn sem notaður var við steypuvinnuna.