Þór kominn til Reykjavíkur

Fjölbreytt verkefni að baki.

  • IMG_6551

3.11.2020 Kl: 13:00

Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík í morgun eftir tæplega þriggja vikna eftirlitsferð umhverfis landið. 

Í ferðinni var meðal annars unnið að viðhaldi vita og sjómerkja í samstarfi við Vegagerðina, sameiginlegar æfingar varðskipanna fóru fram í upphafi ferðar, áhöfnin sinnti útkalli á Stöðvarfirði þar sem bátur sökk í höfninni svo fátt eitt sé nefnt. 

Síðasta verkefni áhafnarinnar var í gærkvöld þegar fiskibátur var dreginn til hafnar í Reykjavík. Þetta og margt fleira dreif á daga áhafnarinnar á varðskipinu Þór sem er nú komin í land eftir vel heppnaða ferð.