Eftirlitsmenn frá varðskipinu Tý sendir um borð í einn þeirra.
28.9.2020 Kl: 15:52
Í liðinni viku voru þrjú íslensk fiskiskip staðin að meintum
ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Á
þriðjudagskvöld urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varir við að
fiskiskip væri á togferð innan lokaðs hólfs þar sem ekki er heimilt að veiða
með fiskibotnvörpu. Skipstjórinn sagðist ekki hafa vitað af lokuninni og var
varðskipið Týr sent á staðinn. Eftirlitsmenn varðskipsins fóru um borð þegar
skipið kom til hafnar og framkvæmdu rannsókn.
Varðastjórar í stjórnstöð urðu
einnig áskynja um meintar ólöglegar veiðar tveggja fiskiskipa til
viðbótar. Landhelgisgæslan hafði samband við bæði skipin sem voru einnig innan
lokaðra svæða. Öll málin verða kærð til lögreglu.