Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, auk þyrlanna TF-GNA og TF-SYN voru kallaðar út.

27.12.2018 Kl: 15:40

Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar voru kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð við brúna við Núpsvötn í morgun. Þyrlurnar TF-GNA og TF-SYN fluttu fjóra slasaða á Landspítalann í Reykjavík og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, var fengin til að aðstoða við fjarskipti og finna bestu flugleiðir fyrir þyrlurnar. Eins og fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi létust þrír í slysinu. Meðfylgjandi ljósmynd tók Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins.