Þrjú útköll á sólarhring

Leitað úr lofti að ungum manni í dag

  • TF-GNA-1_1628172909512

20.12.2021 kl: 20:00

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur undanfarinn sólarhring sinnt þremur útköllum. Meðfylgjandi myndband sýnir þyrlu Landhelgisgæslunnar taka á loft frá Reykjavíkurflugvelli í dag og við leit nærri Strandakirkju en í dag leitaði áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, að Almari Yngva Garðarssyni, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær. 

Áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF tók einnig þátt í leitinni. Í nótt sótti þyrlusveitin slasaðan sjómann á grænlenskan togara djúpt vestur af landinu og í gærkvöld var ökumaður fólksbíls fluttur á Landspítalann eftir umferðarslys á Snæfellsnesi. 

TF-GNA tekur á loft til leitar