Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannaði nú í dag aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað. Þá kannaði áhöfn þyrlunnar hvort borist hefði mengun frá skipinu sem reyndist ekki vera. Aðstæður á vettvangi eru góðar og engin hætta er á ferðum. Er nú beðið eftir flóði og verður þess þá freistað að losa skipið en næsta flóð er laust eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn af svæðinu verða á vettvangi fram eftir kvöldi en áhöfnin á Dröfn er sjálf að vinna í því að losa skipið. Mun Landhelgisgæslan fylgjast grannt með gangi mála.

Meðfylgjandi myndir tók áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi í dag.

 
Er nú beðið flóðs á miðnætti og verður þá þess freistað að ná skipinu lausu.
 
Rannsóknarskipið Dröfn á strandstað.