Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út eftir að leki kom að farþegabát

Fiskibáturinn Otur kominn á vettvang.

  • Nota2_1600696453556
16.3.2021 Kl: 17:16


Laust eftir klukkan fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar uppkall frá skipstjóra farþegabáts sem tilkynnti að leki væri kominn að bátnum auk þess sem báturinn væri orðinn aflvana. Átta eru um borð í bátnum sem staddur er í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum.

 
Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út ásamt björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík og á Ísafirði. Að auki voru skip og bátar í grenndinni beðnir um að halda tafarlaust á staðinn. Veður og sjólag er með ágætum en laust eftir fimm kom fiskibáturinn Otur er að farþegabátnum. 

Dælur hafa haft undan og er gert ráð fyrir að báturinn verði tekinn í tog áleiðis inn í Ísafjarðardjúp.


Viðbragði þyrlusveitar og björgunarskipa er haldið áfram sem stendur.