Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var á þriðja tímanum í dag kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð.

  • IMG_3475

15.1.2020 Kl: 15:28

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var á þriðja tímanum í dag kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð.Þyrlan flytur sömuleiðis búnað fyrir björgunarsveitir og almannavarnir. TF-GRO hefur viðkomu á Suðureyri og sækir matvæli fyrir Flateyri og skilur eftir rafhlöður. Frá Flateyri verða þrír fluttir til Ísafjarðar. Einn verður sóttur á Ísafjörð og komið undir læknishendur í Reykjavík.

Þá er faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í gær einnig um borð en honum var boðið að fljúga með þyrlunni vestur á Ísafjörð til að geta hitt dóttur sína.

TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan þrjú í dag og er gert ráð fyrir að þyrlan verði komin til Flateyrar á fimmta tímanum.

IMG_3481Áhöfnin undirbýr sig fyrir flugið.IMG_3476TF-GRO á Reykjavíkurflugvelli í dag.