Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sæþotu

Skilaði sér til hafnar, heil á húfi

  • IMG_1281

30.9.2019 Kl. 22:02

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á níunda tímanum í kvöld að konu á sæþotu væri saknað milli Akraness og Reykjavíkur. Samferðamaður konunnar var þá kominn í land en ekkert bólaði á konunni. Hann hafði því réttilega samband við Neyðarlínuna sem kom málinu til Landhelgisgæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem leituðu á harðbotna slöngubátum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 21:25 en örfáum mínútum síðar skilaði konan sér til hafnar í Reykjavík, heil á húfi.