Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vinnuslyss
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 11.52 beiðni um aðstoð þyrlu vegna vinnuslyss um borð í skipi við höfnina á Skagaströnd.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ var þegar kölluð út og var komin á vettvang á Laugarbakka til móts við sjúkrabíl rétt rúmlega eitt. Greiðlega gekk að flytja hinn slasaða um borð í þyrluna og var flogið með hann til Reykjavíkur þar sem lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús um korter í tvö. Gengu aðgerðir og flugið hratt og vel fyrir sig.