Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði að konu í Skaftafelli

8. febrúar, 2019

Konan var flutt á Landspítalann í Fossvogi.

8.2.2019 Kl: 09:00

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á sjöunda
tímanum í gær til að aðstoða við leit að konu í Skaftafelli. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var komin í Skaftafell um klukkan 20:00 e í Skaftafell og
hóf þá leit ásamt björgunarsveitarmönnum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og
lögreglu. Áhöfn þyrlunnar leitaði með nætursjónaukum en aðstæður voru nokkuð
erfiðar enda talsvert hvasst á svæðinu. Klukkan 00:32 fundu björgunarsveitarmenn
konuna sem var orðin talsvert þrekuð og köld. Hún var flutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar.