Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann

 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um klukkan 17.25 beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs vélsleðamanns nálægt Hrafntinnuskeri. Þyrlan fór í loftið stuttu síðar og er væntanleg á slysstað um 18.30 og mun hún flytja hinn slasaða á sjúkrahús.