Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja í erlent flutningaskip

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú skömmu fyrir klukkan 11:00 beiðni frá erlendu flutningaskipi um aðstoð vegna veiks skipverja. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að sækja skipverjann en skipið var statt um 24 sjómílur suðaustur af Alviðru. Rétt fyrir klukkan 13:00 var þyrlan komin á vettvang og flutti hún sjúklinginn á sjúkrahús í Reykjavík