Þyrla Landhelgisgæslunnar til aðstoðar rannsóknarskipi sem hefur strandað

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um þrjúleytið í dag tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði í Barðastrandasýslu. Þá þegar kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og björgunarsveitir á svæðinu. Engin hætta er talin á ferðum en þyrlan er nú á leið á vettvang og verður þá metið til hvaða aðgerða verður gripið.