Þyrla og varðskip á leið austur vegna snjóflóðahættu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flytur björgunarsveitarmenn austur á firði.
27.3.2023 Kl: 11:54
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Egilsstaða með björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og leitarhunda vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum.
Varðskipið Þór er sömuleiðis á leið austur og verður komið á Vopnafjörð um klukkan 20 í kvöld en þaðan verður mannskapur fluttur sjóleiðina til Norðfjarðar síðar í kvöld.