Þyrlan TF-GNÁ í sjúkraflug á Snæfellsnes
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:25 beiðni um að þyrla kæmi til móts við sjúkrabíl á Snæfellsnesi og flytti alvarlega veikan einstakling á sjúkrahús í Reykjavík
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ fór í loftið mjög fljótlega og var komin á vettvang á þjóðveginum við Svínhól um klukkan 16:15. Var sjúklingurinn færður um borð í þyrluna og fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem lent var klukkan 16.50.