Þyrlan TF-LÍF sækir konu sem féll við Reynisfjall, Víkurmegin
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr hálfeitt í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem hafði fallið við Reynisfjall, Víkurmegin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þá að koma inn til lendingar úr æfingarflugi og fór í loftið aftur nokkrum mínútum síðar og hélt áleiðis að Vík í Mýrdal.
Um klukkan 13:30 var þyrlan komin á vettvang og sigu læknir og sigmaður úr áhöfn niður á slysstað. Þá þegar voru björgunarsveitarmenn og læknir komnir á vettvang og höfðu þeir búið um konuna þannig að greiðlega gekk að koma henni fyrir á þyrlubörum og hífa hana upp í þyrluna. Hélt þyrlan aftur af stað til Reykjavíkur um tuttugu mínútum síðar og lenti svo á Landspítala Háskólasjúkrahúsi kl. 14:36.
Meðfylgjandi myndir af vettvangi tók áhöfn þyrlunnar.
Konan féll við Reynisfjall, Víkurmegin. |
Þyrlan var fljót á vettvang og allar aðgerðir gengu vel. |
Björgunarsveitarmenn og læknir voru komnir á vettvang og bjuggu um konuna þannig að greiðlega gekk að flytja hana um borð í þyrluna. |