Þyrlurnar sinntu tveimur útköllum í gær

TF-SYN og TF-GNA sinntu útköllum samtímis í gær

  • Ljosmynd-3

11.6.2018 

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-SYN, sinntu tveimur útköllum síðdegis í gær. Á þriðja tímanum í gær var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna drengs sem slasast hafði á höfði á Hellissandi. Þyrlan tók á loft klukkan 15:42 og var lent á Landspítalanum í Fossvogi rétt rúmum klukkutíma síðar.

Um svipað leyti var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna sjómanns sem hafði orðið fyrir slysi á norsku skipi sem statt var suður af Hornafirði.  Þegar TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom á staðinn fóru sigmaður og læknir um borð í skipið en þá var ljóst að sjómaðurinn væri látinn. Áætlað var að skipið héldi áleiðis til Noregs með manninn en að beiðni útgerðar skipsins hélt það til Vestmannaeyja þar sem hinn látni var fluttur frá borði. 

Ljosmynd-3TF-SYN og TF-GNA voru báðar kallaðar út í gær. Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson.