Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi

Skipið var við akkeri í Dynjandisvogi

  • Hifing

22.8.2023 Kl: 13:15

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var við akkeri í Dynjandisvogi. Áhöfnin á TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:45 og var komin að skipinu um klukkustund síðar. 

Vel gekk að hífa sjúklinginn um borð í þyrluna en hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Þetta er annað útkall þyrlusveitarinnar í skemmtiferðaskip á rúmum sólarhring.

SkemmtiferdaskipSkemmtiferðaskipiðTF-EIR-a-Reykjavikurflugvelli-fyrir-brottforTF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar.