Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti farþega skemmtiferðaskips

Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda um borð.

  • 20230608_154131

9.6.2023 Kl: 13:22

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um miðjan dag í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var suður af Vík í Mýrdal.
Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var á æfingu þegar útkallið barst og tók umsvifalaust stefnuna á Vestmannaeyjar þar sem þyrlan var fyllt af eldsneyti.
Að því búnu var flogið að skemmtiferðaskipinu sem statt var austur af Eyjum. 
Hífingarnar gengu vel og var flogið með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og kom viðkomandi á Landspítalann.
20230608_154412Um borð í TF-EIR. 
20230608_155028Farþegar skemmtiferðaskipsins fylgjast með þyrlunni.
20230608_154426Áhöfn skemmtiferðaskipsins að störfum. 
20230608_154131Hífingar gengu vel.