Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tvívegis kölluð út

Þyrlusveitin kölluð út vegna veikinda og slyss á Norðurlandi.

  • Walter-hifing

17.3.2022 Kl 10:46

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var tvívegis kölluð út í gær. Um miðjan dag var óskað eftir aðstoð þyrlusveitar vegna manns sem slasaðist í fjalllendi í nágrenni Ólafsfjarðar. 
Áhöfnin var á Reykjavíkurflugvelli og gat brugðist hratt við. Björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar huguðu að hinum slasaða þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á svæðið. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna og fluttur á Landspítalann í Fossvogi.
Þá var einnig óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar um hádegisbil í gær vegna bráðra veikinda á Mýrum.
Meðfylgjandi myndir sína frá aðstæðum á vettvangi, bæði fyrir norðan og vestan.
Thyrla-a-MyrumÞyrla Landhelgisgæslunnar við Mýrar á Vesturlandi. 
Walter-flugstjoriKarlmaður var fluttur slasaður á Landspítalann eftir slys í fjalllendi við Ólafsfjörð. Hér er má sjá þegar maðurinn var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Walter Ehrat flugstjóri sést hér einbeittur við stjórnvölinn.