Þyrlusveit LHG aðstoðaði við slökkvistörf í Heiðmörk

Slökkviskjóla notuð við slökkvistörf

  • Heidmork-BAMBI

4.5.2021 Kl: 11:12

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við slökkvistörf í Heiðmörk í dag. Slökkviðliðið óskaði eftir aðkomu þyrlu Landhelgisgæslunnar með slökkviskjólu sem gjarnan er notuð þegar gróðureldar kvikna. 

Skjólan tekur 1660 lítra af vatni og var fyllt sautján sinnum, tvisvar í Vífilsstaðavatni og fimmtán sinnum, í Elliðavatni. 

Vatnið var losað á mismunandi stöðum í samvinnu við aðgerðastjórn og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem þyrlusveitin aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vegna gróðurelda.

182158722_4363320787022721_4702067079745365256_nHeiðmörk í dag.

182184411_4363320800356053_1638187110865904397_n